fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

Fundur í Eyjum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. janúar 2010 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnar Björgvinsson sendi þessa grein.

— — —

Sæll Egill.

Það er fín færslan hjá þér um fundinn í Eyjum og ágætt að benda á hversu fáránlegt það er að blanda saman mótmælum við fyrningarleið og afnámi sjómannaafsláttar.

En það sem hafði mátt koma fram það er að flotanum er ekki, alls ekki, stefnt í land vegna þessara mótmæla. Heldur vill svo til að það er löndunardagur hjá stórum hluta Eyjaflotans á fimmtudögum og föstudögum og skýringin er sú að þá daga stoppa fragtskipin í Eyjum, þetta eru svokallaðir gámadagar. Síðan vill svo til að það spáir stóra stormi síðdegis á fimmtudag og af þeim sökum er alveg á hreinu að flotanum er hollast að koma sér í land.

Það er hrein og klár ósvífni af útgerðarmönnum í Eyjum að ætlast til þess að sjómennirnir séu að mæta á fund kl. 8 að kvöldi daginn sem þeir koma í land. Flestir þessara manna kysu væntanlega frekar að eyða kvöldinu heima hjá sínum nánustu frekar en að taka þátt í þessu áróðursstríði vinnuveitenda sinna.

Ekki hafa útgerðarmenn aðeins hótað stjórnvöldum í þessari baráttu heldur líka sínum starfsmönnum. Þeir fullvissa sjómenn að ef fyrningarleiðin verði farinn komi það í hlut sjómanna að leigja aflaheimildir til baka. Slíkt hefur aldrei staðið til.

Það er kostulegt hvernig útgerðarmönnum í Eyjum hefur tekist að ná hluta íbúa þarna á sitt band. Þeir sem hafa teflt svo djarft undanfarið að flest öll störf þarna eru í stórhættu. Barátta um Vinnslustöðina er enn í fersku mynni en þá var Guðmundur Kristjánsson í Brimi að ásælast stærsta vinnustað Eyjanna. Svo er öllum kunnugt hvernig útgerð Magnúsar Kristinssonar stendur.

Hvað varðar sölu aflaheimilda þá er er það þvættingur að meginhluti kvótans hafi verið keyptur. Stærstur hluti þessa flutnings aflaheimilda skýrist með kennitölubreytingum vegna sameininga. Í stuttri samantekt um nokkur stærstu fyrirtækin sést að kt. þeirra er síðan eftir 1984 http://liu.blog.is/blog/liu/entry/963905/.  Þarna er ekki um beina sölu að ræða.

Hvað varðar eignaréttin sem útgerðarmenn telja sig hafa áunnið sér með þessum viðskiptum þá væri sjálfsagt að þeir upplýstu okkur, sem að lögum eigum þetta með þeim, hvar sá réttur myndaðist. Vað það þegar verðið fór í 100 kr.? 1000 kr.? 2000 kr.? Eða var það eftir ákveðið árabil? Eða kannski þegar ákveðið mörg prósent heimilda höfðu skipt um hendur. Í öllu falli stóð aldrei til að þeir eignuðust þetta.

Í þeirri geðveiki sem átti sér stað fyrir hrun þá var kaup og sala kvóta besta leiðin til að búa til peninga. Útgerð sem átti td. 1000 tonna kvóta sem metin var á 2000 kr kílóið gat með því að kaupa 100 tonn í viðbót á segjum 2500 kr. hækkað verð (veðhæfni) þessara 1000 tonna í 2500 kr. í stað 2000 kr. eins og var áður. Fyrir kaup áttu þeir 1000 * 2.000.000 kr. en eftir þetta hókus pókus áttu þeir 1100 * 2.500.000 kr. Fínn business að vera í útgerð.

Eignaupptakan sem þeir tala er bölvuð öfugmælavísa. Eignaupptakan var þegar þeir slógu eign sinni á það sem við eigum öll.

Með bestu kveðju,
Jón Gunnar Björgvinsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum
Fundur í Eyjum

Pennar

Mest lesið

Nýlegt