fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

Loftslagsnefnd flaskar á jöklabráðnun

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. janúar 2010 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt að fullyrðingar um að jöklar í Himalayafjöllum myndu bráðna og hverfa fyrir 2035 hafi ekki verið byggðar á vísindarannsóknum heldur á óljósum frásögnum úr tímariti.

Indverska stjórnin gaf í nóvember síðastliðnum út vísindaskýrslu sem sagði að ekkert benti til þess að jöklarnir væru að hverfa.

Þetta kemur loftslagsnefndinni í talsverðan bobba og þó ekki síst formanni hennar, Rajenda Pachauri, sem er frá Indlandi.

Einn þeirra sem hefur talað mikið um slæmar afleiðingar þess að jöklarnir í Himalaya bráðni er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, eins og til dæmis má sjá hérna.

Himalaya

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt