fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

Baráttufundur um óskyld mál

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. janúar 2010 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómenn í Eyjum eru sagðir ætla að sigla í land og halda baráttufund.

Þar er ýmsu grautað saman – meðal annars málum sem eru allsendis óskyld, breytingum á kvótakerfinu og afnámi sjómannaafsláttar.

Annað málið snýst um forræði yfir helstu auðlind þjóðarinnar, hvort hún sé eign útgerðarmanna eða hvort þeir hafi aðeins rétt til að nýta hana – og svo er náttúrlega spurningin um hvort þeir sem hafa skuldsett óveiddan fisk mörg ár fram í tímann þurfi ekki að taka afleiðingum þess.

Eitt viðkvæðið er að meira en níutíu prósent kvótans hafi skipt um hendur síðan kerfinu var komið á. Mörgum finnst það nokkuð fjarstæðukennd tal, meðal annarra Ómari Ragnarssyni sem telur að þurfi að rannsaka hvað hafi orðið um kvótapeninga. Ómar skrifar:

Nú er að störfum rannsóknarnefnd sem reynir að rekja allar þær margslungnu leiðir sem menn notuðu til þess að búa hér til spilaborg og sápukúlu uppblásinna verðmæta sem hurfu að mestu þegar kúlan sprakk.

Nú er því haldið fram að 93% kvótaeigenda hafi borgað fyrir kvótann þegar þeir keyptu hann og því sé ósanngjarnt að taka þennan kvóta af þeim.

En er það víst að þessi prósentutala sé rétt? Hverjir fengu gjafakvótann fyrir aldarfjórðungi og hverjir eiga hann í raun nú?  Hvaða leiðir voru farnar í kennitöluflakki og braski ?  Hver var hvar og hver fékk hvað?

Til þess að finna það út þarf að rekja feril núverandi kvóta og sjá síðan hver hin rétta prósentutala er. Sömuleiðis að finna út hvað varð um kaupverðið sem sægreifarnir hirtu.“

En það geisar harðvítugt áróðursstríð – og eitt sem hentar í því er að magna upp andúð á ríkisstjórninni með því að tengja saman þessi tvö aðskildu mál, kvótann og afsláttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt