Jón Gnarr, Óttarr Proppé, Haraldur Flosi og Björn Blöndal sátu fyrir utan Sushismiðjuna niðri við höfn í góða veðrinu sem brast á undir kvöldið í gær. Þeir virtust vera í góðu skapi. Höfðu alls ekki yfirbragð manna sem eru komnir til valda.
Ég heyrði ekki hvað þeir voru að tala, nema hvað að rétt áður en þeir fóru sögðu þeir stundarhátt – „þá er það ákveðið“.
Svo stóðu þeir upp og tróðu sér allir í lítinn japanskan fólksbíl.
Það fannst mér frekar traustvekjandi.