Sagt er að Tony Blair hafi fengið 4,6 milljónir punda í fyrirframgreiðslu fyrir ævisögu sína. Blair segist ætla að gefa þetta góðgerðasjóði sem veitir fé í endurhæfingu særðra hermanna.
Hægt er að fá fyrstu útgáfuna áritaða með gylltum kili og í purpurarauðu hulstri fyrir 150 pund. Minnir víst dálítið á heilaga ritningu, enda heitir bókin hátimbruðu nafni – A Journey er titillinn.
Á amazon.co.uk var hægt að fyrirframpanta bókina fyrir 25 pund, nú hefur það verið lækkað í 12,50 pund. Bókin kemur út 1. september.
En langar einhvern að lesa þetta – 624 síður af Tony Blair? Hann er einn mesti lygalaupur í sögu seinni tíma stjórnmála – er einhver ástæða til að hann hætti að segja ósatt þegar skrifað er upp eftir honum og sett á bók?