fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Andri Geir: Tvöfalt kerfi

Egill Helgason
Mánudaginn 16. ágúst 2010 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Arinbjarnarson sendi eftirfarandi athugasemd vegna pistils sem ég skrifaði í gær undir fyrirsögninni Hinn eitraði vaxtamunur:

— — —

Egill,
Það er skammt öfganna á milli. Fyrir hrun höfðum við gott lánstraust en allt of háa vexti, og nú er þessu öfugt farið, vextir er of lágir miðað við þá áhættu og óvissu sem ríkir í landinu. Við höfum enn aftur búið okkur til falskan raunveruleika nú með höftunum. Hér er enginn frjáls eignamarkaður lengur til. Hvert er verðgildi krónunnar? eða hverjir eru markaðsvextir? eða hvert er markaðsverð fasteigna? Enginn getur svarað þessu.

Eins og ég hef skrifað um eru við núna með tvöfalt kerfi. Þeir sem eru lokaðir inni í höftunum hafa fáa fjárfestingarmöguleika og þar er of mikið af krónum að elta of fáar fjárfestingar. Þetta þrýstir vöxtum niður (nú um 6%). Í hinu kerfinu höfum við óheft erlent fjármagn sem krefst markaðsvaxta miðað við okkar lélega lánstraust og þar er best að líta til Grikklands þar sem fjárfestar krefjast vaxta yfir 10% í evrum.

Þetta ástand leiðir til að þeir sem koma með óheftan gjaldeyrir til landsins vilja fá miklu hærri ávöxtun en þeir sem leggja til innlent fjármagn. Um þetta snýst Magma málið að hluta til. Hættan er að lífeyrissjóðirnir verði þvingaðir með sínar erlendu eignir inn á innlenda markaðinn á innlendum vöxtum og markaðsverði sem mun leiða til eignarrýrnunar stjóðanna. Þetta gerðist t.d. þegar lífeyrissjóðirnir keyptu Seðlabankabréfin á innlendum verði með gjaldeyri, Seðlabankinn keypti hins vegar bréfin á markaðsverði erlendis og hirti gróðann! Þannig voru lífeyrissjóðirnir láttnir borga hluta af mistökum Seðlabankans fyrir hrun, en ótrúlega lítil umræða var um þetta á þeim tíma.

Því lengur sem höftin eru við líði þvi erfiðara verður að losna við þau, sérstaklega þegar skattheimta byggir á þeim eins og auðlegðar og fjármagnsskattur gera að hluta til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti