fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Spurningar um stjórnarskrá

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. ágúst 2010 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru spurningar um stjórnarskrá sem urðu til á fundi hjá Hugmyndaráðuneytinu í vor. Mjög gagnleg samantekt.

— — —

  • Á að aðskilja fjárveitingavald frá löggjafarvaldi?
  • Á að bæta við hana eða á hún að vera almennari?
  • Á að hafa hlutleysisákvæði?
  • Á að kjósa framkvæmdavald í beinni kosningu?
  • Á að kjósa verkstjóra/forsætisráðherra fyrst?
  • Á verkstjóri/forsætisráðherra að skipa stjórn?“
  • Á að leyfa persónukjör, þvert á flokka?
  • Á að tryggja öllum aðgang að hreinu neysluvatni í stjórnarskránni?
  • Á að vera ákvæði í stjórnarskrá um herlaust Ísland og bann við því að segja öðrum ríkjum stríð á hendur?
  • Á að vera ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?
  • Á að vera hægt að leggja öll lagafrumvörp í þjóðaratkvæðagreiðslu?
  • Á að vera jákvæð eða neikvæð skilgreining á frelsi?
  • Á að vera möguleiki fyrir neyðarrétt þjóðarinnar?
  • Á að vera stjórnlagaþing?
  • Á að vera þjóðkirkja
  • Á Ísland að hafa sjálfbærni í alþjóðasamfélaginu að leiðarljósi?
  • Á Ísland að standa utan hernaðarbandalaga?
  • Á Ísland að taka þátt í stríðsátökum?
  • Á kjördæmaskipting yfirleitt heima í stjórnarskrá?
  • Á landið að vera eitt kjördæmi?
  • Á lýðræði að vera hagkvæmt?
  • Á skilgreining hugtaka heima í stjórnarskránni eða sem viðhengi?
  • Á tiltekinn minnihluti þings að geta óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu?
  • Á tiltekinn minnihluti þjóðarinnar að geta óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu?
  • Á vægi atkvæða að vera jafnt?
  • Ættu grunngildi að vera kaflaheiti?
  • Af hverju – til hvers – er „valdið“ ?
  • Alþingi skipi hæstaréttardómara?
  • Breytist samfélagið og stjórnarskráin með?
  • Dómsvald: Sérstakur stjórnlagadómstóll?
  • Hver á að skipa dómara?
  • Á að kjósa dómara? Hvernig?
  • Hversu mörg dómstig?
  • Á að skipa kviðdóm?“
  • Dugar núverand 65. gr. stjórnarskrár um jafnréttismál?
  • Dugar núverandi 76. gr. stjórnarskrár um velferðarmál?
  • Efla/minnka völd forseta íslands?
  • Eiga að koma fram ákvæði um menningu landsmanna?
  • Eiga auðlindir að vera í þjóðareign – og þá hvaða?
  • Eiga grunngildin að vera í fyrstu setningu eða málsgrein?
  • Eiga opinber gögn að vera opin? Í hversu miklum mæli eiga opinber gögn að vera opin? Eftirlitsaðilar vörn almennings gegn valdi?
  • Eiga þingnefndir að kjósa dómara?
  • Eigum við að kjósa í embætti dómara?
  • Er aðgengi að tilteknum auðlindum mannréttindi?
  • Er eignarréttur í núverandi mynd úreltur? (eign vs. nýting)
  • Er gegnsæi tryggt?
  • Er rétt að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu?
  • Er rétt að kjósa framkvæmdavaldið beint?
  • Er sjálfstæði löggjafarvalds tryggt gagnvart framkvæmdavaldi?
  • Eru ákvæði í gildandi stjórnarskrá nægjanleg?
  • Eru ákvæðin í gildandi stjórnarskrá of dreifð?
  • Eru lög frávíkjanleg?
  • Fjárveitingavald – hvar er því best fyrir komið?
  • Framboð? Flokka og / eða einstaklinga?
  • Gengur stjórnarskráin út frá því að við búum í samfélagi heilinda og ábyrgðar?
  • Gera valdmörk skýr?
  • Hagsmunahópar: Á að koma í veg fyrir lobbýisma? Hvernig ?
  • Hvað á stjórnlagaþing að vera stórt? (Fjöldi þátttakenda)
  • Hvað er neyðarréttur?
  • Hvað er stjórnarskráin?
  • Hvað er þjóðareign?
  • Hvað eru lög?
  • Hvað vitum við um lýðræði annarra þjóða?
  • Hvað þarf (afl) til að breyta stjórnarskránni?
  • Hvaða öryggisventla þarf lýðræðið að hafa?
  • Hvaða skilgreiningu á friðhelgi þarf í stjórnarskránni varðandi persónuvernd?
  • Hvar eru skil milli ríkisborgara og íbúa?
  • Hve langt á kjörtímabilið að vera?
  • Hve stóran hluta þjóðarinnar þarf til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslum?
  • Hvenær eiga þjóðaratkvæðagreiðslur rétt á sér?
  • Hvenær er lýðræði hættulegt?
  • Hver á að hafa eftirlit með hverjum?
  • Tjáningarfrelsi? Hverra?“
  • Hver er ábyrgð Íslands í alþjóðasasmfélaginu?
  • Hver er réttur einstaklinga gagnvart meirihluta?
  • Hver er stjórnarskrárgjafi?
  • Hver er vörn okkar gegn valdníðslu?
  • Hver eru mörk beins lýðræðis & þjóðaratkvæðis?
  • Hverja á að kjósa – hverja á að ráða?
  • Hverjar eru afleiðingar þess þegar grunngildin eru brotin?
  • Hverjar eru réttindi/skyldur/ábyrgðir/markmið/takmarkanir valds?
  • Hverjir eiga að hafa kosningarétt?
  • Hverjir eru hagsmuna og valdsaðilar stjórnskipunar?
  • Hvernig á að hátta milliríkjasamskiptum?
  • Hvernig á að tryggja aðgengi fólks að upplýsingum og viðhafa gagnsæi í stjórnsýslunni?
  • Hvernig á kjördæmaskipan að vera?
  • Hvernig endurspeglar dómsvaldið réttlætiskennd þjóðarinnar?
  • Hvernig er „vald“ kosið/valið/ráðið?
  • Hvernig er fagmennska best tryggð við gerð stjórnarskrárinnar?
  • Hvernig er fulltrúalýðræði? Hvernig fulltrúa? Hversu marga fulltrúa?
  • Hvernig er hægt að forðast valdníðslu fjársterkra sérhagsmunasamtaka?
  • Hvernig er hægt að tryggja að stjórnarskráin sé tæmandi?
  • Hvernig er hægt að tryggja almenna þekkingu á stjórnarskránni?
  • Hvernig er hægt að tryggja endurskoðun stjórnarskrárinnar?
  • Hvernig er hægt að tryggja nauðsynlegan sveigjanleika í stjórnarskránni?
  • Hvernig er hægt að tryggja öryggisventil á stjórnvaldsákvarðanir?
  • Hvernig er sjálfstæði og hæfni dómsvalds tryggt?
  • Hvernig er tryggt að öll sjónarmið og skoðanir komi fram á löggjafarvaldi (á löggjafarþingi)
  • Hvernig eru líkur á spillingu lágmarkaðar?
  • Hvernig fáum við stjórnarskrá til að snúast um aðalatriði?
  • Hvernig festum við grunngildin í stjórnarskrá?
  • Hvernig förum við með auðlindir sem erfast milli kynslóða?
  • Hvernig heftum við og verndum valdsaðila?
  • Hvernig lágmörkum við túlkanleika stjórnarskrárinnar?
  • Hvernig má tryggja aðgang almennings að öllum upplýsingum (skráning) ?
  • Hvernig má tryggja jafnrétti kynjanna í stjórnskipan?
  • Hvernig má tryggja tímaleysi í stjórnarskránni?
  • Hvernig minnkum við lýðræðishallann?
  • Hvernig skilgreinum við auðlindir?
  • Hvernig skilgreinum við eignarétt? Einstaklings? Ríkis?
  • Hvernig skilgreinum við fullveldi?
  • Hvernig skrifum við stjórnarskrá á mannamáli?
  • Hvernig stjórnlagaþing?
  • Hvernig tengist stjórnarskráin alþjóðlegum skuldlbindingum?
  • Hvernig tryggjum við að meirihlutinn kúgi ekki minnihlutann?
  • Hvernig tryggjum við að það sem á að verfa í stjórnarskránni sé þar?
  • Hvernig tryggjum við aðkomu allra við gerð og endurskoðun stjórnarskrárinnar?
  • Hvernig tryggjum við framtíðarstöðu stjórnlagaþings?
  • Hvernig tryggjum við vald fólksins?
  • Hversu langt má ríkið ganga við gerð alþjóðasamninga?
  • Hversu lengi skal „vald“ sitja (við völd)?
  • Hversu margir valdsaðilar eru til staðar?
  • Hvert er hlutverk stjórnarskrárinnar?
  • Hvert er lagasetningarferlið?
  • Löggjafi: Takmarkaður tími þingmanna á þingi
  • Fjöldi þingmanna?
  • Opnari störf þingnefnda“
  • Má gera allt nema það sem er bannað (neikvæð)? Eða öfugt?
  • Öll mál, sum, engin? Hvaða mál?
  • Ráðherrar þingmenn eður ei?
  • Hámarkstími í stóli ráðherra?
  • Ráðherraábyrgð skýrari“
  • Réttindi hverra er verið að verja í stjórnarskrá?
  • Sérstakur stjórnlagadómstóll?
  • Skulu vera ákvæði um náttúru- og umhverfisvernd – og þarf þá að taka tillit til atvinnufrelsis og verðmætasköpunar?
  • Um hvað viljum við kjósa?
  • Valddreifing: Þrískipting? Fjórskipting? Sjöskipting? Annað?
  • Viljum við beint lýðræði?
  • Viljum við einræði?
  • Viljum við forseta?
  • Viljum við fulltrúalýðræði?
  • Viljum við lýðræði?
  • Viljum við persónukjör?
  • Viljum við rafrænar atkvæðagreiðslur?
  • Það þarf að skilgreina grunngildin og orðið „grunngildi“ einnig
  • Þarf að setja reglur um starfsemi stjórnmálaflokka og hagsmunafélaga?
  • Þarf að skýra hver fullvaldurinn er?
  • Þarf að taka fullveldi sérstaklega fram?
  • Þarf að takmarka rétt ríkisins til að framselja löggjafar-, framkvæmda- og/eða dómsvald?
  • Þarf þjóðhöfðingja? Hvernig? Nefnd? Einstakling?
  • Á að kjósa þjóðhöfðingja beinni kosningu?
  • Á löggjafarvaldið að velja þjóðhöfðingja?
  • Á framkvæmdavaldið að velja þjóðhöfðingja?
  • Á dómsvaldið að velja þjóðhöfðingja?
  • Hvert á valdssvið þjóðhöfðingja að vera?
  • Eiga að vera þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál eða öll?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?