Lesandi síðunnar sendi þetta bréf:
— — —
Sæll Egill,
Nú þjarma margir að Gylfa Magnússyni.
Hér stunduðu bankar ólöglega lánastarfsemi um margra ára skeið fyrir allra
augum án þess að Seðlabanki eða FME aðhefðust nokkuð.
Nú vilja sumir af þessum sömu vanhæfu og óheiðarlegu atvinnupólitíksum og
áttu þátt í að leggja fjármálakerfið á hausinn að Gylfi taki pokann sinn
fyrir það að hafa ekki „upplýst“ Alþingi um það sem þingheimur hefði mátt
sjálfur vita. Að bankarnir hefðu vitandi vits vaðið yfir lögin með
myntkörfulánum.
Ef einhver á að sæta ábyrgð eru það fyrrverandi Seðlabankastjórar og
fyrrverandi forstjóri FME, þetta gerðist á þeirra vakt, þeir eru sekir um
„criminal negligence“ ef einhver er.
Endaleg ábyrgð á ónýtum eftirlitsstofnunum er náttúrlega hjá ríkisstjórnum
og Alþingi sem sátu fyrir hrun. Hvenær verða Davíð Oddsson, Halldór
Ásgrímsson og Geir Haarde dregnir til ábyrgðar fyrir sinn þátt í
bankahruninu?