Lesandi síðunnar sendi þessar línur:
— — —
Hverjir verða andstæðingar landbúnaðarfrumvarpsins á þingi?
Nú stendur til að auka enn frekar við einokun á Íslandi því fátt njótum við landarnir betur en að láta kvelja okkur.
Búast má við fámennu liði innan þingsins sem hefur sig í frammi á móti þessu hörmulega máli.
En líkast til má búast við eftirfarandi:
Vinstri Grænir verða allir sem einn sammála þessu frumvarpi. Enda telja þeir að einokun sé miklu betri kostur en samkeppni. Samkeppni er tengd frjálsum markaði og slíkt er hörmung í huga Vinstri Grænna.
Framsókn verður með í heild sinni. Enda fáir kettir í þeim flokki. Og málið þeim kært.
Samfylking mun að stærstum hluta samþykkja og þegja. Gert til að halda stjórninni saman en einhverjir munu svona fyrir siða sakir rífast og skammast. En ekki um of. Arfleifð gamla Alþýðuflokksins er þeim til vandræða.
Sjálfstæðisflokkur mun líklega rífast svolítið. Nokkrir dátar verða settir fram til að friða frjálshyggjuliðið og láta vita að þeir eru í stjórnarandstöðu. En Sjálfstæðismenn elska einokun og ríkisstyrki í landbúnaði. Enda guðfeður kerfisins.
Hreyfingin mun líklega ræða aðeins um hag heimilanna en þau eru í eðli sínu vinstrisinnuð og í raun svipuð Vinstri Grænum í þessu máli.
Sannleikurinn er sá að það voru Sjálfstæðisflokkur með stuðningi Alþýðuflokks sem bjuggu til núverandi landbúnaðarkerfi í viðreisnarstjórnni. Framsókn þurfti ekki einu sinni að vera í stjórn! En allir gömlu flokkarnir hafa haldið áfram að styðja við og festa í sessi dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi.
Eitthvert hæsta verð á landbúnaðarvörum í heimi (lagaðist tímabundið við hrun krónunnar en er óðum að hressast, svona verðlega séð).
Hæstu ríkisstyrkir sem þekkjast per íbúa.
Og Íslendingar sjálfir eru svo greindarskertir að þeim finnst þetta bara ágætt. Finnst gott að láta okra á sér og elska einokun. Finnst skattpíning ljómandi góð svo framarlega að enginn í kringum þá græði meira en þeir sjálfir. Og þá skiptir engu máli í hvað sköttunum er eytt. Í bull og vitleysu er bara fínt líka. Svo framarlega að þeir þurfi ekki að skilja þetta.