fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Reductio ad Hitlerum

Egill Helgason
Föstudaginn 6. ágúst 2010 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið lífsrými kemur fyrir í grein Ögmundar Jónassonar um Evrópusambandið sem birtist í dag.

Þetta orð er bein þýðing á þýska orðinu lebensraum. Það er aldrei notað um annað en þá hugmynd nasista undir stjórn Hitlers að ryðja þjóðum Austur-Evrópu til að skapa rými fyrir Þjóðverja. Lebensraum er beinlínis nafn þessarar hugmyndafræði.

Að tala um Evrópusambandið og lebensraum í sömu andrá er það sem kallast reductio ad Hitlerum. Það hefur verið sagt að siðsamlegum rökræðum ljúki þega menn fara að bera andstæðinga sína saman við nasista. Lögmál Goodwins gæti líka átt við í þessu tilfelli.

Svo er það indíánalíkingin sem er líka notuð í greininni. Hún kemur úr annarri útrýmingarherferð, í þessu tilviki ofsóknum bandarískra landnema á hendur frumbyggjum Ameríku. Við skulum vona að ESB fari ekki að drepa fólk á Íslandi.

Ögmundur talar í framhaldi af þessu um glerperlur- og eldvatn.

Eru líkur á því að Evrópusambandið færi okkur alls kyns hégóma og óþarfa og þá hugsanlega áfengi líka – eða hefur íslenska þjóðin ekki verið alveg fullfær um neyslufyllerí sitt og reyndar staðið flestum ef ekki öllum þjóðum Evrópu framar í dýrkun á alls kyns skrani?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt