fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Háskólar og viðskiptamenntun

Egill Helgason
Föstudaginn 6. ágúst 2010 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í raun bregður manni við þegar maður heyrir að ásókn í viðskiptafræði sé aftur farin að aukast í háskólum á Íslandi.

Hér hefur verið rekin mjög einkennileg menntastefna sem fólst í því að hlaða undir háskóla sem gerðu út á viðskiptamenntun – meðan sjálfur Háskóli Íslands var í fjársvelti. Það er líka merkilegt að hugsa til þess að æðstu stjórnendur skóla eins og Háskólans í Reykjavík og Bifrastar komu á útrásartímanum ekki úr akademísku umhverfi – framlag þess á því sviði var mjög takmarkað – heldur var þetta fyrst og fremst fólk sem var í bisness.

Eitt af því sem hefur komið verst út úr þessu er menntun í raunvísindum – greinum sem þyrfti að leggja miklu meiri rækt við hér á landi, fremur en hina auðsóttu viðskiptamenntun.

Allt skyldi lagt að jöfnu, háskólinn sem stundar rannsóknir og starfar í anda þess sem kallast universitas og háskólar sem veita takmarkaða menntun á þröngu sviði.

Og það sem meira er: Einkareknu háskólunum hefur að vissu leyti verið tryggt forskot því þeir geta sett upp skólagjöld sem Háskóla Íslands er meinað að gera. Á sama tíma skreytti hann sig með yfirlýsingum um að hann ætlaði að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi.

Nú eru ekki lengur til peningar til að standa undir þessu öllu. Þá er lágmarkskrafa að verði stefnubreyting, menntastofnanir verði jafnvel lagðar niður eða sameinaðar, ekki að skorið verði niður jafnmikið hjá öllum háskólunum.

Svo heldur maður áfram að furða sig á ruglinu sem var í gangi hjá Háskólanum í Reykjavík:

DV segir frá því innan skólans hafi starfað rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd.

Og hverjir skyldu hafa verið styrktaraðilarnir?

Baugur, Milestone og Sjóvá.

Þetta hafa ábyggilega verið merk vísindi sem þarna voru stunduð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt