Friðrik Jónsson skrifar um grein eftir Ögmund Jónasson í Morgunblaðinu þar sem þingmaðurinn dregur upp dramatíska líkingu – Íslendingar séu eins og indíaánar Norður-Ameríku þegar ESB er annars vegar og nú standi þeim til boða glerperlur og eldvatn.
Ögmundur fer lengra með þetta þema og talar um að ESB leiti „lífsrýmis“ á Íslandi.
Orðið lífsrými er notað í tengslum við nasisma; Hitler vildi fá lebensraum fyrir þýsku þjóðina í austri.