Mál umboðsmanns skuldara fór allt í einu að snúast um skuldastöðu sjálfs umboðsmannsins.
Sem síðan ákvað að sleppa því að taka við embættinu í gær.
Mér skilst að Kastljóssviðtal í gærkvöldi hafi að miklu leyti fjallað um þetta.
En ég hélt að aðalmálið væri það sem sneri að ráðherranum – nefnilega að hann réð í embættið vin sinn og flokkspólitískan samherja.