fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Stjórna banka, græða peninga, einfalt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. ágúst 2010 23:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkefni Stjórna ISB Og græða peninga einfalt.“

Þetta sagði í tölvupósti sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi árið 2005, þegar klíkan hans var að komast yfir Íslandsbanka.

DV fjallaði um þetta í dag.

Í viðtali við RÚV í kvöld segir Jón að Lárus Welding hafi borið ábyrgð á Glitni.

Lárus fékk vissulega vel borgað, en það er ágætt að rifja upp hvað stendur í stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni og félögum:

  • hvernig klíka fésýslumanna, undir forystu Jóns Ásgeirs, tók sig saman um að hafa með skipulegum hætti fé af Glitni til að styðja við sín eigin fyrirtæki þegar þau riðuðu til falls.
  • hvernig Jón Ásgeir og samsærismenn hans brutust til valda í Glitni, losuðu sig við reynda starfsmenn bankans eða settu þá til hliðar og misnotuðu þessa valdastöðu til að tefla fjárhag bankans í bráðan voða.
  • hvernig Jón Ásgeir, Lárus Welding og aðrir, sem stefnt er í málinu, sköpuðu sér aðstöðu til að ná fé út úr bankanum og halda gerðum sínum leyndum með því að taka völdin af fjárhagslegri áhættustýringu Glitnis, brjóta gegn íslenskum lögum um bankarekstur og setja á svið aragrúa flókinna viðskipta.
  • hvernig hin stefndu höfðu, með hlutdeild PricewaterhouseCoopers, aflað milljarðs dala frá fjárfestum í New York án þess að láta hið sanna koma í ljós um hvílíkar áhættu bankinn hafði tekið á sig gagnvart Jóni Ásgeiri og samsærismönnum hans.
  • hvernig viðskipti hinna stefndu ollu Glitni meira en tveggja milljarða dala tjóni og áttu drjúgan þátt í falli bankans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt