fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Frekar aðgerðir en umboðsmann

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. ágúst 2010 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er nóg búið að þrasa um umboðsmann skuldara.

Góð býtti væru að sleppa því að búa til þetta embætti – og að ráðherrann og ríkisstjórnin einhentu sér í staðinn í að gera eitthvað í alvörunni fyrir skuldsetta einstaklinga, fjölskyldur, heimili og fyrirtæki.

Því þetta er stærsta fíaskó stjórnarinnar, að hafa ekki tekið á þessum vanda strax og hún settist að völdum. Í því felst stóri áfellisdómurinn um dugleysi hennar.

Þetta eru þeim mun meiri vonbrigði þegar horft er til þess að málefni skuldara og húsnæðislán voru alltaf sterkasta hlið Jóhönnu Sigurðardóttur. Kannski er ekki of seint að setja hana í málið – þá mætti jafnvel gera uppstokkun á ríkisstjórn, Steingrímur gæti orðið forsætisráðherra og Jóhanna færi í félagsmálin. Það væri í raun miklu eðlilegri verkaskipting í ríkisstjórninni.

Ef þetta verður ekki gert er svosem hægt að ráða einhvern í hið margumrædda djobb umboðsmanns skuldara. Best er þá væntanlega að auglýsa það upp á nýtt. En hitt væri svo miklu betra, þótt seint sé í rassinn gripið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt