Tónlist samræmist ekki gildum íslams – þetta er skoðun Khameinis, æðsta klerks í Íran og þar af leiðandi æðsta leiðtoga landsins. Orð hans eru lög.
Maður hefur heyrt margt fábjánalegt, en þetta er með því versta.
Þessir kallar óttast að frelsið nái að dafna í tónlistinni, í einhverjum kima sem þeir ná ekki til með forpokaðri hugsun sinni.
Nei. þetta er kannski ekki fábjánalegt, heldur hryllilegt, því þarna eru menn sem eru fullir af hatri að stjórna stórri þjóð.