Sumir á Íslandi virðast vera þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að reka matvöruverslanir með lágt verð nema Jóhannes í Bónus og sonur hans komi þar nærri.
En einhvern veginn er þetta hægt í öðrum löndum. Það kanna að hljóma eins og stórtíðindi fyrir suma.
Í alþjóðaútgáfu Der Spiegel er að finna mikla grein um Aldi verslunakeðjuna þýsku og nýlátinn stofnanda hennar Theo Albrecht.
Theo var einn af ríkustu mönnum í heimi, en hann var ekki mikið fyrir að berast á.
Í greininni er líka spurt mikilvægra spurninga um verslanir sem selja vörur á lágmarksverði. Hvað erum við til í að sætta okkur við til að fá vörur á botnverði?
Og fyrir þá sem vilja vita það þá er Aldi stytting á Albrecht Discount. Fyrirtækið var stofnað af bræðrunum Theo og Karl árið 1961 – já, það kom á undan Bónus.