Halldór Laxness spurði einhvern tíma eftir að hafa hlustað á þáttinn Óskalög sjúklinga hvort músíkalskt fólk yrði ekki veikt á Íslandi.
Ég man að maður hlustaði á bæði Óskalög sjúklinga og Óskalög sjómanna í von um að þar heyrðist svona eitt almennilegt lag. Auðvitað var maður fyrst og fremst að vonast eftir Bítlalögum sem heyrðust sárasjaldan í útvarpinu.
En í staðinn hljómuðu lög eins og Draumur fangans, Lax lax lax og svo þetta með syngjandi nunnunni frá Belgíu.
Þótt söngurinn sé blíður er hún að syngja um glerharðan kirkjunnar mann, stofnanda dómíníkanareglunnar, sem hlífir ekki trúvillingum. Trúið því eða ekki – þetta var mjög vinsælt í útvarpi Reykjavík a sínum tíma.
Sýnið þolinmæði, það er dálítið liðið á myndbandið áður en lagið fræga Dominique heyrist.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=qUzY-W2klT4&feature=related]