Því verður varla trúað að konunni sem selur skartgripi og smádót í miðbænum í Reykjavík verði meinað að gera það.
Varla ógnar hún verslunarhagsmunum eins eða neins.
Og hvað þá Bjarni Bernharður með ljóðabækurnar sínar. Vonandi selur hann grimmt – en hann er varla að taka marga kaupendur frá bókabúðunum.
Einhvern veginn finnst manni þetta vera lítt í anda Besta flokksins.