Ég hef stundað sundlaugar síðan ég var barn og aldrei pissað í þær.
Ég ímynda mér heldur ekki að fimmti hver maður pissi í sundlaug eins og meint rannsókn segir að sé í Bandaríkjunum.
Fyrir nokkrum dögum kom ég hins vegar í laug þar sem ég fann að eitthvað var að – hvort sem það var vegna þess að margir höfðu pissað í laugina eða vegna einhvers annars.
Þetta var Laugardalslaugin eftir að hún hafði verið opin í marga sólarhringa samfleytt með tilheyrandi næturumferð.
Og það verður að segjast eins og er: Það var fýla af vatninu.