Menn eru að velta fyrir sér stjórnarslitum – og þá hugsanlega kosningum?
Líklegt er samt að fáa þingmenn langi í kosningar í haust.
Sigur Besta flokksins í Reykjavík er þeim í fersku minni.
Það er betra að bíða þangað til nýjabrumið er farið af Besta – og kannski aðeins farið að falla á Jón Gnarr.
Eða varla vilja sitjandi þingmenn eiga á hættu að detta út unnvörpum – eða þurfa kannski að mynda ríkisstjórn með Sigurjóni Kjartanssyni?