Ég hafði aldrei heyrt um Julian Assange fyrr en ég átti tal við hann á kaffihúsi á Lækjartorgi í nóvember síðasta vetur. Stuttu síðar var hann viðtali í Silfri Egils um vefinn WikiLeaks.
Nú er þetta orðinn heimsfrægur maður. Með stuttu millibili hefur WikiLeaks birt leynilegar upplýsingar um hvort tveggja hernaðinn í Írak og Afganistan.
Assange er í viðtali í alþjóðaútgáfu Der Spiegel þar sem hann segir að menn sem heyja stríð séu hættulegri en hann.