Maður veltir fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé ekki á síðustu metrunum. Hver þingmaður Vinstri grænna á fætur öðrum stígur fram og segist ekki styðja stjórnina nema Magma-samningarnir verði ógiltir?
En það er svolítið seint í rassinn gripið, eins og Grímur Atlason skrifar á bloggi sínu.
Nokkrir þingmenn Vinstri grænna heimta að aðildarviðræðum við Evópusambandið verði slitið, framundan er líklega ný lota í Icesave – og í haust þarf koma í gegnum þingið fjárlögum með hressilegum niðurskurði.
Eru einhverjar líkur á að ríkisstjórnin lifi þetta af?
Það eina sem virðist halda henni á floti þessa dagana er hvað það yrði mikið áfall fyrir vinstri flokkana að geta ekki hangið saman í ríkisstjórn – það er tækifæri sem kemur varla aftur í bráð – og svo hitt að það virðast eiginlega ekki vera neinir valkostir.
Nema þá hugsanlega einhvers konar þjóðstjórn – eða kosningar?