Það er í ýmis horn að líta í auðlindamálum.
Langstærsta raforkuver Íslands var byggt til þess eins að framleiða orku fyrir álverið í Reyðarfirði.
Kárahnjúkavirkjun var reist af ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun í þessum eina tilgangi – að búa til rafmagn fyrir verksmiðju sem er í eigu alþjóðlegs auðhrings.
Samningar um sölu á raforku– sem hefur verið upplýst að séu afar lélegir – eru til fjörutíu ára. Það er gert ráð fyrir að þeir verði framlengdir að þeim tíma loknum.
Svona þótti í lagi að búa um hnútana fyrir nokkrum árum. Kannski eru runnir upp breyttir tímar?