Það voru talin nokkur tímamót þegar Rupert Murdoch fór að láta Times heimta gjald fyrir aðgang að vef blaðsins. Um þetta var nokkuð rætt hér á Íslandi – sumir töldu jafnvel að þetta myndi vera framtíðin í fjölmiðlun.
Svarið er líklega nei.
Aðsókn á vef Times hefur minnkað um 90 prósent síðan farið var að loka. Hún hefur meira að segja minnkað hjá áskrifendum blaðsins sem hafa ókeypis netaðgang.