Heimildir mínar innan ríkisskerfisins segja að dagskipunin sé sparnaður.
Raunar virðist hann ætla að verða flatur, 5 prósent sums staðar, 10 prósent annars staðar – en ekki miklar kerfisbreytingar.
Enda virðist ekki mega hrófla við neinu í kerfinu.
Svo er hin dagskipunin að ekki megi segja upp fólki.
Það er spurning hvernig þetta fer saman, að skera niður en segja ekki upp fólki.
Þýðir það þá ekki að það verður jafn margt fólk og áður að vinna minni störf.
Í ljósi þessa má benda á tölur sem sýna gríðarlega fjölgun ríkisstarfsmanna síðustu áratugina. Það er þróun sem með einhverjum hætti þarf að vinda ofan af.