Við Íslendingar eigum að krefjast þess að Bradley Manning, bandaríski hermaðurinn sem lak myndbandinu sem sýndi morð á óbreyttum borgurum, verði látinn laus. Við gætum jafnvel boðið honum hæli hér á landi.
Og við eigum að reyna að vernda Julian Assange, stofnanda WikiLeaks síðunnar. Bandarísk yfirvöld leita hans nú.
Eins og kom fram hér á síðunni í fyrradag er Julian stundum á Grettisgötu, hann hefur líka verið í Silfri Egils og ég hef hitt hann í Bankastræti, á Espressobarnum og í sundi.
Án þess að ég sé að uppljóstra neinu.