Á ensku er stundum tala um menn sem eru í mörgum bindum – they speak volumes.
Þetta er orðatiltæki sem á vel við um Árna Bergmann og stórmerkilegt ævistarf hans.
Blaðamennsku, þjóðfélagsrýni, þýðingar, skáldskap, glímur við sósíalismann og við guð og síðast en ekki síst Rússland sem hann hefur fjallað um meira og betur en aðrir Íslendingar.
Ég hef verið að lesa skrif Árna frá því ég var unglingur og alltaf grætt eitthvað á þeim – maður er kannski ekki alltaf sammála, en Árni er alltaf mjög ærlegur í hugsun sinni.
Rússarnir voru að heiðra Árna – það mátti ábyggilega ekki vera minna.