fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Sigrún: Kúlulán í óheilbrigðu kerfi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. júní 2010 19:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir flutti pistil um kúlulán í Speglinum, niðurlag hans er svohljóðandi:

— — —

„Í viðtali við ríkisútvarpið sagði Friðrik Sophusson stjórnarformaður Íslandsbanka lánin hafa verið lið í ‘tryggða- og hvatakerfi’ Glitnis, áhætta lánanna var öll á bankanum. Segir svo að Íslandsbanki hafi lagt áherslu á að ‘umræddir starfsmenn hafi ekki haft neinn fjárhagslegan ávinning af lánunum þar sem ekki hafi verið greiddur út arður til þeirra af hlutabréfunum.’

Þarna skautar þó stjórnarformaðurinn nokkuð létt yfir staðreyndir lánanna miðað við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Í lánveitingum 2008 voru dæmi um að Glitnir lánaði ekki aðeins til hlutabréfaeignar heldur var hluti lánsins greiddur út strax sem arður, virðist eiga við alla vega tvö þeirra lána sem Íslandsbanki er að afskrifa.

Þegar Spegillinn leitaði til Íslandsbanka í dag var ítrekað að ekki hefði verið greiddur arður af bréfunum – en eins og áður sagði: samkvæmt skýrslunni fór hluti lánsins til arðgreiðslu strax. Skattyfirvöld skoða nú hvort niðurfelling lána bankanna eigi ekki að teljast starfsmönnum til tekna, lánin hafi verið vildargjörningar og engu skipti þó þau hafi farið gegnum einkahlutafélög. Skattahliðin á þessum gjafagjörninum bankanna er því óútkljáð.

Afskriftir Íslandsbanka eru heldur ekki alveg eins og af hverju öðru gjaldþrota félagi eins og stjórnarformaðurinn heldur fram. Þetta eru eftirhreyturnar af óheilbrigðum viðskiptaháttum. Berum afdrif þessara félaga saman við fólkið sem tók lán hjá Glitni til að taka þátt í stofnfjáraukningu í Byr, þá nátengdur Glitni. Þetta fólk fékk ekki niðurgreidda vexti og því var ekki ráðlagt að gera kaupin gegnum einkahlutafélag til að geta sloppið frá öllu ef illa færi. Og það fór illa – og engar niðurfellingar skulda í kaupbæti.

En það er fleira athyglisvert við kúlulán til starfsmanna Glitnis. Lánin báru lægri vexti heldur en bankinn fékk sjálfur í sinni fjármögnun. Hér hlýtur maður að spyrja opinmynntur og stóreigur: ‘Sáu bankamennirnir ekkert athugavert við að bankinn lánaði þeim á lægri vöxtum en bankinn sjálfur greiddi fyrir sína fjármögnun? Fannst þeim ekkert bogið við að bankinn niðurgreiddi lánin til þeirra og reyndar einnig til vildarviðskiptavinanna?’

Ef bankamennirnir, bæði í Glitni og hinum bönkunum, hefðu hugsað dæmið til enda hefði þeim mátt vera ljóst að svona lánastarfsemi gekk ekki upp á viðskiptalegum forsendum – að það var verið að reka banka sem byggðu á að það kæmi stöðugt inn meira fé, ekki að viðskiptin bæru sig.

Kúlulán og óupplýsandi vanskilaskráning er liður í sögunni sem var. Niðurfelling skulda starfsmanna Glitnis liður í sögunni um bankkerfið sem er. Bankakerfi sem hefur enn ekki unnið sér traust að fullu af því það loðir við sú tilfinning að menn þar hafi ekki alveg horfst í augu við óheilbrigða fortíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu