Ef marka má fréttir úr þinginu síðustu daga hefur það breyst í hreinan skrípaleik þar sem menn standa æpandi einhverja vitleysu.
Telja þingmenn sig vera að vinna þjóðinni gagn með þessu? Íhuga þeir til hvers þeir eru kjörnir?
Hvað með skuldir heimilanna? Stjórnlagaþing? Auðlindamál? Atvinnuleysi?
Er hægt að biðja um sæmilega málefnalega umræðu um eitthvað sem máli skiptir?
Þarf kannski að efna til kosninga til að hægt sé að ryðja núverandi þingheimi burt?
Besti flokkurinn myndi örugglega ekki standa sig verr.