Stundum finnst manni að pólitíkin á Íslandi sé dálítið geggjuð.
Fyrrverandi Seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsis heimtar að Jóhanna Sigurðardóttir segi af sér vegna launamála Más Guðmundssonar.
Það má vel rannsaka þetta mál – og um að gera að þeir sem bera ábyrgð axli hana. Eiginlega þarf að fara að ljúka þessu.
En Seðlabankastjórinn fyrrverandi – sem á tíma sínum sem ráðherra mótaði stefnuna sem leiddi til hruns hagkerfisins, lét skipa sig sem Seðlabankastjóra, fól klíkubróður sínum að hækka laun sín svo hann væri örugglega með hærra kaup en forseti Íslands og stýrði svo sjálfum Seðlabankanum í gjaldþrot, lét hálfpartinn bera sig þaðan út vegna þess að honum datt ekki í hug að segja af sér sjálfur – verður bara furðulegur þegar hann setur fram svona kröfur.