Það er ákveðinn skóli í pólitískum skrifum sem gengur út á að snúa út úr nöfnum manna.
Um daginn fór maður að veita því eftirtekt að Morgunblaðið var farið að tala um Jón Gnarr Kristinsson.
Eins og allir vita er grínistinn og borgarstjórinn tilvonandi ekki þekktur undir því nafni.
Þá varð mér að orði við vinnufélaga mína á RÚV að þess myndi varla langt að bíða að farið yrði að tala um Jón. G. Kristinsson.
Ég reyndist sannspár – það gerðist í Staksteinum í dag.