Það er nokkuð nýstárlegt að stjórnmálamenn fari í mál vegna orða sem falla um þá í kosningabaráttu.
En þetta virðist Sóley Tómasdóttir ætla að gera.
Þá er spurningin hvaða ummæli þetta eru – hvort það eru einhver ein sérstök ummæli eða kannski mörg – og hvar þau féllu.
Í fjölmiðlum, bloggsíðum, á Facebook – það gæti í sjálfu sér verið mjög athyglisvert að fylgjast með þessu.
Og auðvitað eru það fleiri stjórnmálamenn sem eiga harma að hefna á þessu sviði. Gísli Marteinn hefur til dæmis aldeilis fengið yfir sig gusurnar á síðustu vikum.
Já, og Sjálfstæðisflokkurinn – það má til dæmis nefna myndband frá Ungum vinstri grænum þar sem spurt var hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og herpes, en svo var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri frekar eins og klamydía…