Samtal, við akstur á Hverfisgötu, eftir að við höfum séð að Regnboginn er búinn að loka og þar með ekkert bíó lengur í Miðbænum:
– Kári, einu sinni voru til tvö bíó í Reykjavík sem hétu Gamla bíó og Nýja bíó. Hvort heldurðu að hafi verið eldra?
– Nýja bíó.
– Ha, var ég búinn að segja þér þetta áður.
– Nei.
– Hvernig vissirðu það þá?
– Ég bara hugsaði það.
– Jaahá, það heitir að draga ályktun. Ég hefði líklega ekki spurt þessarar spurningar nema vegna þess að Nýja bíó var eldra.
– Pabbi, má ég aftur draga ályktun?