Maður veit ekki alveg hvernig maður á að taka mistrinu sem liggur yfir Reykjavík í dag.
Manni er sagt að þetta sé aska úr Eyjafjallajökli sem fýkur um loftin vegna langvarandi þurrka.
Menn eru svosem ekki alveg óvanir rykmekki á Suðurlandi, hann liggur oft yfir og fýkur þá bæði upp af söndum og örfoka hálendinu.
Hversu skaðlegt er þetta heilsunni? Á maður kannski bara að vera inni og loka gluggum? Nei, er það?
Kannski má ímynda sér að svona hafi verið umhorfs sums staðar á tíma gossins í Laka – nema það hefur ábyggilega verið verra, þar kom upp meira af gosefnum en dæmi eru um í Íslandssögunni.
En það er mjög eðlilegt að kalla þetta „móðu“, sbr. móðuharðindin.
Einhver sagði að þetta væri verra en í Tókíó á vondum degi og þá var bætt við – já, þetta er Smókíó!