fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Guðni og Þórólfur bak við tjöldin í Framsókn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. júní 2010 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson fór úr Samfylkingunni í Framsóknarflokkinn, var kosinn á þing fyrir norðan, í gömlu kjördæmi flokksformannanna og forsætisráðherranna, föður síns og afa. Ljóminn af Hermanni og Steingrími hjálpaði honum ábyggilega.

Nú er hann orðin miðdepillinn í innanflokksátökum þar sem hann mætir Sigmundi Davíð flokksformanni, en ekki síður tveimur mönnum sem eru ráðríkir í flokknum bak við tjöldin, Guðna Ágústssyni og Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra í Skagafirði og umdeildum kaupsýslumanni.

Þessir menn eiga mikið í nokkrum þingmönnum flokksins, Þórólfur í Gunnari Braga Sveinssyni þingflokksformanni, og Guðni í Vigdísi Hauksdóttur, sem er mágkona Guðna, og Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanni flokksins á Suðurlandi.

Á móti eru Guðmundur, Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson, en þau eiga undir högg að sækja í þingflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir