fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Krísa í Samfylkingunni

Egill Helgason
Mánudaginn 31. maí 2010 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Th. Birgisson, einn af stuðningsmönnum Össurar í Samfylkingunni, vill að Dagur B. Eggertsson fari frá vegna úrslitanna í borgarstjórnarkosningunun. Það er svosem ekki óeðlileg krafa.

En þá má kannski horfa víðar um land. Samfylkingin tapar hérumbil alls staðar og víða mjög stórt. Varla verður Degi kennt um það. Á landsvísu tapaði flokkurinn meira en 30 prósentum.

Er þá ekki óhætt að kenna flokksforystunni um? Hvað með Jóhönnu, Össur, Kristján Möller – ráðherrana úr sjálfri hrunstjórninni?

Vandi Samfylkingarinnar er hins vegar sá að það er enginn afgerandi forystumaður í sjónmáli – Dagur á ekki séns eftir laugardaginn, ekki heldur Lúðvík Geirsson, Árni Páll er fjarska óvinsæll, sumir nefna Guðbjart Hannesson, sem er bæði vinsæll og farsæll, en er spurning hvort hann hefur karakter til að vera fremst í flokki á þessum erfiðu tímum þegar það er sannarlega ekki öfundavert að vera í pólitík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir