Ég bendi á viðtalið við rithöfundinn og baráttukonuna Barböru Ehrenreich úr Silfri gærdagsins – það hefur líklega farið framhjá mörgum vegna kosningafársins.
Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um hlutskipti láglaunafólks í Bandaríkjunum, millistétt sem býr við mikið óöryggi og falska bjartsýni og jákvæðni sem hefur ríkt í bandaríska hagkerfinu og á vinnumarkaðnum.
Viðtalið má sjá með því að smella hérna.