fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Vinsamlegast: Ekki svona dellu

Egill Helgason
Föstudaginn 28. maí 2010 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hið besta mál ef Evrópusambandið nær að stofna sameiginlegt herlið. Hefði líklega átt að vera löngu komið – þá hefði kannski verið hægara að grípa inn í stríðið í Bosníu eða Kosovo.

Innan ESB er ríki sem hafa fjölda manns undir vopnum, þar á meðal tvö kjarnorkuveldi. Það er mun betra að þessi ríki séu saman í bandalagi og starfi saman að hermálum, en að þau taki sér stöðu á móti hver öðru. Almennt eru þau viðhorf ríkjandi í Evrópu að betra sé að leysa deilur með samningum en hernaði. Það er meira að segja sagt að ESB reyni að svæfa þá sem eru í stríðshug með ofurleiðinlegri diplómasíu.

Þetta eru viðhorf sem eru ólík því sem hafa tíðkast í Bandaríkunum. Þar hefur verið sterk tilhneiging til að reyna að leysa mál með vopnavaldi, enda er hinn risastóri bandaríski her ríki í ríkinu. Bandaríkin hafa gagnrýnt Evrópu fyrir að setja ekki nægt fjármagn í hermál.

Íslendingar eru aðilar að Nató síðan 1949. Nató stundar nú hernað í Afganistan. En Íslendingar hafa ekki þurft að leggja fram hermenn, þótt héðan hafi farið friðargæsluliðar.

Það er ýmislegt sem hægt er að deila um varðandi aðild Íslands að ESB –það getur vel verið að þetta sé glatað mál á þessum tímapunkti – en eitt af því er ekki að Íslendingar verði píndir í her. Það er allt í lagi að halda umræðunni innan marka skynseminnar. Við þurfum málefnalega umræðu um ESB, ekki dellu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?