Ég er algjör rati þegar kemur að Eurovisjón.
Í samræðum í dag mundi ég ekki hvaða lag hefði unnið í fyrra eða hvaða lag Íslendingar hefðu sent í keppnina.
Svo var rifjað upp fyrir mér að það hefði verið hið hræðilega norska fiðlulag sem vann – og að Jóhanna Guðrún hefði náð öðru sæti í fyrra.
Merkilegt með þessi Evróvisjónlög hvað þau sökkva eins og steinar.
Það er helst að maður muni eftir því ef sett er upp eitthvað sjó – eins og til dæmis hjá Rúslönu hinni úkraínsku hér um árið.
Nú er Íslandi enn spáð sigri – og menn hafa miklar áhyggjur af því að okkur muni reynast þungt að halda keppnina að ári.
Ég treysti mér til að róa menn: Það þarf ekki að missa svefn yfir þessu.