fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

G2

Egill Helgason
Föstudaginn 28. maí 2010 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru geopólitísk stórtíðindi: Kína ætlar ekki að halda hlífiskildi yfir Norður-Kóreu í deilum við Suður-Kóreu. Munum að Kínverjar börðust með Kim Il Sung í Kóreustríðinu.

Bandaríkin halla sér æ meira að einræðisríkinu Kína. Samband þessara ríkja hefur verið mjög náið að því leyti að Kína framleiðir stóran hluta af vörum sem er neytt í Ameríku – og Kína á ótrúlegt magn af bandarískum skuldabréfum. Það eru í raun Kínverjar sem hafa fjármagnað ríkissjóðshallann í Bandaríkjunum.

Flest bendir til að þessi sambúð sé að verða enn nánara og að það geri ríkin enn háðari hvort öðru – Obama gerir sér far um að rækta sambandið við Kína, það er jafnvel farið að tala um G2 klúbbinn í því samhengi í staðinn fyrir G8 eða G20.

Hagsmunirnir eru miklir, en ýmislegt ógnar þessu bandalagi samt, skuldir Bandaríkjanna og óhófleg seðlaprentun og svo ógurleg húsnæðisbóla í Kína sem hlýtur að springa fyrr eða síðar. Svo er reyndar spurning hvenær Kína verður sá aðilinn í þessu sambandi sem hefur yfirburði?

Og í þessu samhengi þýðir ekki að láta furðuríki eins og Norður-Kóreu þvælast fyrir – jafnvel þótt það eigi kjarnorkuvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?