fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Úr kosningabaráttunni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. maí 2010 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið á sig lagt í kosningum.

Ég man eftir því einhvern tíma á dögum Alþýðuflokksins að hafa séð Ámunda Ámundason læðupúkast með bjórkassa utan við Hafnarkrána sem var og hét og strollan af ógæfumönnum á eftir honum á leið að kjósa.

Ég veit að í Íslendingabyggðum á Spáni er öllum smalað upp í rútu á vegum Sjálfstæðisflokksins, það eru góðar veitingar í boði, og svo er sungið og trallað og keyrt til ræðismannsins að kjósa. Mér skilst að fyrir síðustu þingkosningar hafi verið brögð af því að þátttakendur kysu eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn.

Í síðustu borgarstjórnarkosningum varð frægt að Framsókn lagðist á útlendinga sem hér eru búsettir og fékk þá til að kjósa flokkinn.

Um daginn heyrði ég eftirfarandi sögu frá erlendri konu sem er búsett hér. Það var verið að smala útlendum starfsmönnum á kjörstað upp á Landspítala og sumir hlýddu kallinu, En þeim var sagt að þau yrðu að kjósa gamla karlinn – þ.e. Ólaf F.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?