fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Ómar: Sætt og feimið gos

Egill Helgason
Mánudaginn 22. mars 2010 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson segir á bloggsíðu sinni að hann hafi séð tuttugu eldgos á 47 árum. Það fyrsta hafi verið Surtseyjargosið 1963, en hann hafi ekki átt fyrir því að fara og skoða gosið í Öskju 1961.

Ómar kallar gosið á Fimmvörðuhálsi „lítið, sætt og feimið“.

Stærð gosa skiptir þó ekki alltaf máli.

Stærstu eldgos á Íslandi síðustu hundrað árin eru Kötlugosið í október 1918, gosið í Heklu sem hófst í mars 1947 og Surtseyjargosið sem stóð mjög lengi eða frá 1963 til 1967.

Kötlugosið olli miklum landspjöllum og því fylgdi mikið jökulhlaup. Aska úr Heklugosinu 1947 féll austur í Finnlandi nokkrum dögum eftir að gosið hófst, en Surtseyjargosið var ótrúlegt sjónarspil þar sem nýtt land reis úr ægi.

Gosið í Heimaey 1973 var hins vegar fremur lítið, en það sem skipti sköpum var hversu nærri byggðinni í Vestmannaeyjum eldstöðin var – og því þurfti að rýma Heimaey gosnóttina í mestu björgunaraðgerð Íslandssögunnar.

Ég bendi svo á vef Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings þar sem er að finna alls kyns fróðleik um eldgos. Haraldur tengir víða, meðal annars fjallar hann um myndlistarverk sem lýsa eldgosum – þetta er efni sem er bæði stórfróðlegt og skemmtilegt.

Hér eru tvær myndir, önnur er forsíða Morgunblaðsins frá því í upphafi Heklugossins mikla.

290307163124

Hin myndin má teljast einhver frábærasta ljósmynd sem hefur verið tekin á Íslandi, enda er hún víðfræg, stórbrotið listaverk. Hún er tekin af Sigurgeiri Jónassyni ljósmyndara í upphafi gossins í Surtsey.

surtsey_eftir_sigurgeir_jonasson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu