fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Skýrsla Bjarna: Hvernig bankarnir felldu krónuna

Egill Helgason
Föstudaginn 12. mars 2010 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt Ríkisútvarpsins segir frá skuggalegu gjaldeyrisbraski bankanna, aðför þeirra að krónunni, og Seðlabankanum sem svaf á vaktinni. Þarna er vitnað í skýrslu Bjarna Kristjánssonar hagfræðings. Ég vek athygli á því að þetta er samhljóða því sem hefur margsinnis birst á þessari síðu, allt frá því á tíma hrunsins:

Í skýrslunni segir að stór hluti af hagnaði bankanna síðustu tólf mánuðina fyrir fall þeirra hafi verið hagnaður vegna stöðutöku gegn krónunni; stöðutöku sem hafi  beinlínis verið fjandsamleg hagsmunum lands og þjóðar. Bankarnir hafi kerfisbundið keypt gjaldeyri til að fegra árshlutauppgjör og þannig blekkt markaðinn. Skýrsluhöfundur segir að rannsaka þurfi þessi viðskipti. Það eigi sérstaklega við um Kaupþing sem hafi verið umsvifamest bankanna þriggja í gjaldeyriskaupum en fullyrt er að 60-82% af hruni krónunnar megi rekja beint til uppkaupa bankanna á gjaldeyri.

Bjarni nefnir sem dæmi að 42% af nettó kaupum Kaupþings á þriggja mánaða tímabili hafi verið á síðustu fimm dögum þess. Það hlutfall ætti að vera 8%. Þessi gjaldeyriskaup hafi verið á mörkum þess löglega með tilliti til markaðsmisnotkunar. Í skýrslunni segir að viðskiptabankarnir hafi átt stærsta einstaka þátt í veikingu krónunnar með leyfi Seðlabankans. Pólitískar ráðningar í Seðlabankann hafi valdi því að svo fór sem fór þar sem sérpólitískir hagsmunir hafi ráðið fremur en faglegt mat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu