fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Detroit: Borg sem er að hverfa

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. mars 2010 23:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaleikstjórinn Julian Temple skrifar grein um Detroit, borgina þar sem eitt sinn var blómlegur bílaiðnaður og sem var fyrrum einn ríkasti staður í Bandaríkjunum. Þar hefur húsnæðisverð lækkað um 80 prósent síðustu þrjú árin, atvinnuleysi 30 prósent, 33 prósent íbúanna eru undir fátækramörkum, í borginni ríkir lögleysa, Detroit er ein mesta glæpaborg í Bandaríkjunum – þekktar verslanakeðjur hafa lokað búðum sínum í borginni. Maður fær ekki Starbuck’s þar lengur. Samkvæmt greininni eiga íbúar víða í vandræðum með að ná sér í fersk matvæli. Fjöldi skóla hefur lokað.

Risastórar byggingar bílaverksmiðjanna gnæfa yfir borginni, þær eru að miklu leyti auðar – eitt sinn var þar dælt út bílum á færiböndum úr veksmiðjum bílarisanna – en villt náttúra er að taka yfir hluta af borginni sem var eitt sinn sú fjórða stærsta í Bandaríkjunum, hún er í reynd að minnka aftur. Að sumu leyti virkar þetta eins og einhvers konar framtíðarhrollvekja, dystópía, Temple kallar það post-ameríska borg.

Temple hefur gert heimildarmynd um Detroit sem nefnist Requiem for Detroit og verður sýnd á BBC á laugardag.

reliques_10

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin