fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Merkismaðurinn Michael Foot

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. mars 2010 00:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar New Labour varð til var farið að lýsa stjórnmálamönnum eins og Michael Foot – sem nú er látinn í hárri elli – sem einhvers konar forneskjulegum rugludöllum.

Samt hafði Foot tekið marga góða slagi  á ferli sínum: Með lýðveldinu í spænska borgarastríðinu, gegn nasisma, gegn kommúnisma, gegn kjarnorkuvopnum, gegn Vietnamstríðinu, gegn thatcherisma, gegn Íraksstríðinu. En á hinn bóginn studdi hann loftárásir Nató á Serbíu.

Hann þekkti ekki spunastjórnmál eins og komust í tísku með Nýja Verkamannaflokknum, heldur var hann af eldri gerð róttækra hugsjónamanna, hafði setið við fótskör Aneurin Bevan, höfundar breska heilbrigðiskerfisins, eins merkasta stjórnmálamanns Breta á 20. öld,  og umgengist George Orwell. Sem leiðtogi Verkamannaflokksins þótti hann misheppnaður, en þegar öllu er á botninn hvolft var Tony Blair það líka. Foot var þó trúr sjálfum sér og hugsjónum sínum.

Michael-Foot--002

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti