fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Leiðtogakreppa í Samfylkingu

Egill Helgason
Mánudaginn 1. mars 2010 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingarmaður sem ég ræddi við sagði að næsta mál á dagskrá hjá flokknum þegar Icesave er frá væri leiðtogavandinn í flokknum.

Í Samfylkingunni eru menn farnir að gera sér grein fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir dugir ekki í langan tíma, hún er einangruð og hugmyndasnauð, og virðist hafa vonda ráðgjafa.

Dagur B. Eggertsson taldi sig geta auðveldlega náð völdum í Reykjavík í vor. En nú hefur taflið snúist við. Það er lítill áhugi á borgarstjórnarkosningum, Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur nokkurra vinsælda og líkur eru á að frammistaða Samfylkingar í ríkisstjórn reynist henni dýrkeypt í kosningunum í vor.

Árni Páll Árnason kemur varla lengur til greina – hann er óvinsæll vegna þess hversu illa gengur að hjálpa skuldugum heimilum. Össur Skarphéðinsson á ekki afturkvæmt í leiðtogasætið þótt hann sé furðu lífseigur í pólitík.

Þá er varla neinn í sjónmáli – eða hvað?

Er ekki óhætt að tala um leiðtogakreppu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“