fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Illa stödd Orkuveita

Egill Helgason
Mánudaginn 1. mars 2010 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson skrifar langa og ítarlega grein um stöðu Orkuveitu Reykjavíkur og hvernig eigið fé fyrirtækisins rýrnaði á stuttum tíma. Segir meðal annars, nauðsyn er samt að lesa greinina í heild sinni:

— — —

„Síðasta uppgjör OR er frá septemberlokum á liðnu ári (2009). Samkvæmt því var eigið fé OR þá metið 36,5 milljarðar króna. Hafði rýrnað um u.þ.b. 25% á síðustu 9 mánuðunum; minnkað úr rúmum 48 milljörðum króna í árslok 2008. Sé litið til ársloka 2007 – þ.e. meðan allt lék í lyndi – þá var eigið fé OR í árslok heilir 89 milljarðar króna. Í dag er eigið fé Orkuveitunnar sem sagt einungis rétt rúmlega 1/3 af því sem var fyrir tveimur árum síðan. Meira en 50 milljarðar króna fuku útum gluggana á Bæjarhálsinum á fáeinum mánuðum; 2/3 af öllu eigin fé fyrirtækisins er horfið.

Það segir manni þó kannski enn meira um stöðu OR að skoða hlutfall eigin fjár. Hlutfall eigin fjár skv. síðasta uppgjöri var 13,6%. Til samanburðar má nefna að eiginfjárhlutfall danska Dong Energi er  yfir 30% og hjá norska Statkraft er þetta hlutfall um 50%. Þessi samanburður er Orkuveitunni óneitanlega óhagstæður, svo ekki sé fastar að orði kveðið. En þannig er auðvitað víða þegar ísland er borið saman við nágrannalöndin þessa dagana.

Það sorglega er að þessi rosalega virðisrýrnun Orkuveitu Reykjavíkur hefði ekki þurft að eiga sér stað. Bara ef skynsamleg áhættustjórnun hefði verið höfð í heiðri af hálfu fyrirtækisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“