fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Bændur og óbreytt staða

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. febrúar 2010 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bændasamtökin skera upp mikla herör gegn Evrópusambandsaðild. Gott og vel. Óbreytt staða í landbúnaðinum er hins vegar óhugsandi hvort sem gengið er í ESB eða ekki. Eitt af því sem framkvæmdastjórn ESB gagnrýnir einmitt í skýrslu sinni er að stjórn landbúnaðarmála á Íslandi hafi verið afhent hagsmunaðilum. Kjör bænda eru óboðleg, sem og miðstýringin í greininni og forneskjuleg vöruþróun.  Gunnar H. Ársælsson stjórnmálafræðingur skrifaði grein um þetta í Fréttablaðið fyrir nokkru:

— — —

„Íslenskur landbúnaður er sá landbúnaður sem nýtur hvað mestra styrkja á byggðu bóli, samkvæmt OECD og tölum landbúnaðarsamtakanna. Árið 2005 var þetta um 10 milljarðar króna. Framlag landbúnaðar til landsframleiðslunnar var 1.1% árið 2006 og í greininni starfaði 3,8% vinnuafls í landinu (var 38% árið 1940). Til samanburðar má geta þess að rekstrargjöld Hafnarfjarðarbæjar árið 2007 námu svipaðri upphæð. Þetta er því eins og að íslenskur almenningur myndi greiða fyrir allan rekstur Hafnarfjarðarbæjar.

Laun bænda eru einnig sér kapítuli útaf fyrir sig. Meðallaun þeirra eru með þeim lægstu á almennum vinnumarkaði. Vitað er að búmennskan dugar mörgum ekki til að ná endum saman. Grípa því margir til allskyns aukavinnu. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu, Litróf búskapar og byggða, sem Háskóli Íslands gaf nýlega út. Þar kemur fram að 70% fjölskyldna, ,,hafa einhverjar tekjur af launavinnu eða verktakastarfsemi utan býlisins. Þetta er með því hæsta sem gerist í Evrópu,” segir í skýrslunni. Í henni kemur einnig fram að áhyggjur vegna nýliðunar í landbúnaði eru ofarlega í huga bænda. Meðalaldur bænda árið 2006 var 52 ár.

Þá eru margir bændur gríðarlega skuldsettir, sérstaklega mjólkurbændur. Fyrir skömmum voru fréttir í fjölmiðlum þess efnis að um 10% þeirra glímdu við mjög alvarleg fjárhagsvandræði og stefnir nokkur fjöldi þeirra í gjaldþrot.

Hvað varðar styrki er það athyglisverð staðreynd að íslenskir bændur fá tvöfalt meiri styrk en bændur innan ESB, sem hlutfall af verðmæti framleiðslunnar. Um er að ræða 30% innan ESB, en yfir 60% hér á landi. Þetta má lesa í Hagtölum bænda árið 2007.

Af þessu má því draga eftirfarandi ályktun: Hér er um litla grein að ræða, en mikilvæga, allir íslenskir neytendur vilja jú íslenskar landbúnaðarafurðir og bera traust til landbúnaðarins. Það hafa kannanir sýnt. En hún kostar, svo um munar. Staða greinarinnar vekur einnig þá spurningu hvort bændur hljóti ekki að velta fyrir nýjum kostum? Eða er óbreytt ástand óskastaðan?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“