fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Bókamarkaður, myndlistarbækur og Köld jörð

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. febrúar 2010 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld fjöllum við um bókamarkaðinn árlega í Perlunni. Hann hefur aldrei verið betur sóttur en nú. Við Kolbrún og Páll fórum á markaðinn og völdum okkur stafla af bókum sem við töum um í þættinum.

Guðmundur Oddur, prófessor við Listaháskólann, ræðir bækur sem hafa komið út á síðustu mánuðum og fjalla um myndlist með einhverjum hætti. Það eru til dæmis bækur um Svavar Guðnason, Ásgerði Búadóttur, Manfreð Vilhjálmsson, Kristin E. Hrafnsson, Pál Guðmundsson á Húsafelli, hin stóra úrvalsbók um íslenska nútímalist og sýnisbók um íslenska hönnun.

Sarah Moss er breskur rithöfundur sem hefur dvalið á Íslandi undanfarið ár. Hún er höfundur spennusögu sem nefnist Cold Earth og gerist á Grænlandi. Í bókinni veltir hún meðal annars fyrir sér dularfullum örlögum norrænna manna þar. Sarah er einnig sérfróð um mat í bókmenntum og hefur til dæmis skrifað bók um súkkulaði.

Bragi fer um víðan völl og nefnir meðal annars Ólaf Elíasson myndlistarmann, lítt þekktan myndhöggvara sem hét Guðmundur Elíasson, Thor Vilhjálmsson og Gísla Sigurbjörnsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“